TOP

Aþena borgarferð 5 nætur/6 dagar

Aþena borgarferð 5 nætur/6 dagar

/ per person
(0 Reviews)

Dagur 1 – Koma og transfer á vel staðsett hótel í miðborg Aþenu.

Dagur 2 – Aþena og AkrópólisAbout Athens Acropolis | History, Architecture, & More

Þessi hálfdagsferð með leiðsögn býður upp á fullkomið yfirlit yfir nútímaborgina og mun hjálpa þér að ná áttum ef þetta er fyrsta heimsókn þín til Aþenu. Hlustaðu á söguna hjá reyndum leiðsögumanni á meðan keyrt er  framhjá helstu aðdráttaröflum í Aþenu, þar á meðal gröf óþekkta hermannsins, gríska þinghúsinu og forsetahöllinni. Við Kallimarmaro leikvanginn er myndastopp, en þetta er leikvangurinn þar sem fyrstu Ólympíuleikarnir fóru fram árið 1896 og er eini leikvangurinn í heimi sem er byggður úr marmara. Haldið er áfram, framhjá Zappeion sýningarhöllinni og hofi Seifs og hliði Hadríans. Einnig er keyrt framhjá hinum fallegu nýklassísku byggingum Háskólans, Akademíunnar og Þjóðarbókhlöðunnar. Eftir skoðunarferðin um borgina er gengið upp á Akrópólis þar sem Propylae hliðið, hof sigurgyðjunnar vængjalausu, Erekþeifshofið og hið fræga Parþenon – Meyjarhofið eru skoðuð. Rölt er um Akrópólisklettinn sem þjónaði sem fornt borgarvirki og skoðaðu þessar fornu og frægu byggingar sem  endurspegluðu velmegun Aþenu á 5. öld f.Kr.

Eftir leiðsögnina á Akrópólis er farið í stutta  gönguferð framhjá Herodes Attikus og Dionysos leikhúsinu, til að heimsækja Akrópólissafnið. Í safninu sem oft hefur verið kosið fallegasta safn heims, eru skoðaðar fórnargjafir, gripir úr  hversdagslífi Aþenumanna til forna, styttur frá fo, hinar frægu Karíatíður, og auðvitað Parþenon salurinn með metópunum, gaflmyndumog frisunni munu heilla þig.

Dagur 3 – Frjáls dagur til að skoða borgina á eigin spýtur og uppgötva allt það sem hún hefur upp á að bjóða.

What to Do in Plaka, Athens

Aþena er borg andstæðna. Annars vegar er höfuðborg Grikklands vestræn nútímaborg, en hins vegar hefur hún yfirbragð lítillar þorps með sínum þröngu götum og fornum húsum sem berjast um að ná athygli ferðalangsins. Saga borgarinnar nær þúsundir ára aftur í tímann eins og hin mögnuðu musteri á Akrópólis ber vitni. Fallegar nýklassískar byggingar eru líka mjög áberandi í miðjunni og nokkrar þeirra eru gamla höllin, fornleifasafnið, þrjár byggingar háskólans og Zappeion sýningarsalurinn. Ekki má gleyma Kallimarmaro leikvanginum sem var byggður fyrir fyrstu ólympíuleika okkar tíma árið 1896.

Elsta hverfi Aþenu liggur í hlíðum Akrópólis og heitir Plaka. Þetta hverfi sefur aldrei og er fullt af hefðbundnum og nútímalegum kaffihúsum, börum, veitingastöðum og krám þar sem allir geta fundið eitthvað sem honum/henni líkar. Alls staðar er að finna gríska hönnun og minjagripi í litlu búðunum í gamla bænum og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Dagur 4 – Heilsdags sigling til þriggja eyja, Hydru, Poros og Aeginu

Sarónísku eyjarnar svokölluðu eru fallegar eyjar sem eru ólíkar hver annarri, en allar hafa þær sitt aðdráttarafl og litla og sæta eyjabæi sem gaman er að heimsækja.Hydra Greece Stock Photos, Pictures & Royalty-Free Images ...

Snemma morguns er náð í ykkur og farið með ykkur niður á höfn, þaðan sem þið siglið af stað til eyjanna Hydru, Poros og Aeginu. Þetta er yndisleg sigling og gaman að sjá eyjastemninguna sem ríkir áþessum litlu eyjum þó þær sú svona stutt frá höfuðborginni. Hydra sem stoppað er fyrst á er sú frægasta vegna þess að eyjuna byggðu ríkir skipstjórar á 18. öldinni og á þeirri 19. tóku skipstjórafjölskyldurnar mjög virkan þátt í frelsisstríðinu gegn Tyrkjum. Einnig bjó lagahöfundurinn og söngvarinn Leonard Cohen þar um tíma og á eyjunni eru engir bílar. Eftir Hydru er farið til eyjunnar Poros og þangað er siglt í gegnum fallegt sund á milli eyjunnar og meginlandsins (Pelópsskagans). Eftir stutt stopp á Poros, sem er líka sérlega falleg, er haldið til Aeginu sem er stærsta eyjan. Aegina er fræg fyrir mikla pistasíu-framleiðslu og gaman er að rölta um miðbæinn og meðfram bátahöfninni. Á leiðinni til baka er grísk skemmtun á skipinu með tilheyrandi söng og dansi og þegar þið komið til hafnar ca kl. 19.30 bíður sami transfermaður á höfninni og keyrir ykkur á hótelið ykkar.

625 Photos of Poros, Greece | Greeka

Dagur 5 – Frjáls dagur til að skoða Aþenu á eigin spýtur og fá tilfinningu fyrir borginni sem er orðin ein líflegasta og listrænasta borg Evrópu. Aþena er einnig vinsæl matarborg þar sem ferðamaðurinn getur smakkað mat frá öllum heimshornum með besta og ferskasta hráefninu.

Einnig væri hægt að fara í valkvæða skoðunarferð annaðhvort til nafla heimsins í Delfí, eða á Pelópsskagann þar sem margir áhugaverðir staðir eru skoðaðir m.a. Kórinþuskurðurinn, útileikhúsið í Epidárus og fornaldarvirkið í Mýkenu.

Dagur 6 – Transfer út á flugvöll og brottför.

 

Vinsamlegast sendið beiðni um verð á afteryoutours@gmail.com

 

 

Tour Location

0.0
Rating 0
You don't have permission to register